Byggðaverk

Gæði og traust vinnubrögð byggð á áratuga reynslu

Um Byggðaverk

Saga Byggðaverks nær aftur til 1980 þegar félagið var stofnað, byggingafélagið varð eitt af stærstu verktakafyrirtækjum landsins og var selt árið 2000. Byggðaverk ehf. stefnir á að verða framsækið tæknifyrirtæki á sviði byggingar og hönnunar á næstu árum.

Okkar þjónustur

Verkefnastjórnun

Við sjáum um verkefni frá A-Z eftir óskum verkkaupa. Bjóðum út og metum tilboð og hæfni verktaka. Í framhaldi eru síðan gerðar nauðsynlegar áætlanir um verkið, ásamt því að stöðugt er fylgst með kostnaði þess og hann greindur í gegnum allt verkið. Við stýringu verka eru notuð verkefnastýringartól svo sem Ajour og Procore.

Byggingarstjórnun

Tökum að okkur byggingarstjórnun fyrir verkkaupa. Komum fram fyrir hönd verkkaupa og gætum hagsmuna hans gagnvart þeim aðilum sem koma að verkinu.

Hönnunarstjórnun

Tökum að okkur hönnunarstjórn og vinnum að því með okkar verkkaupum að ná sem bestri og hagkvæmastri útkomu. Áratuga reynsla starfsmanna skilar góðri blöndu af gæðum og hagkvæmni.

Ráðgjöf

Stjórnendur Byggðaverks veita alhliða ráðgjöf á öllum stigum framkvæmda. Reynsla þeirra tryggir góða yfirsýn yfir stöðu verkefnisins, hvaða skref þurfi að taka næst og hvernig best er að skipuleggja þau fram í tímann á þann máta að útkoman verið sem hagkvæmust fyrir verkið og gæði þess.

is_ISIS