Þjónusta

Verkefnastjórnun

Við sjáum um verkefni frá A-Z eftir óskum verkkaupa. Bjóðum út og metum tilboð og hæfni verktaka. Í framhaldi eru síðan gerðar nauðsynlegar áætlanir um verkið, ásamt því að stöðugt er fylgst með kostnaði þess og hann greindur í gegnum allt verkið. Við stýringu verka eru notuð verkefnastýringartól svo sem Ajour og Procore.

Byggingarstjórnun

Tökum að okkur byggingarstjórnun fyrir verkkaupa. Komum fram fyrir hönd verkkaupa og gætum hagsmuna hans gagnvart þeim aðilum sem koma að verkinu.

Hönnunarstjórnun

Tökum að okkur hönnunarstjórn og vinnum að því með okkar verkkaupum að ná sem bestri og hagkvæmastri útkomu. Áratuga reynsla starfsmanna skilar góðri blöndu af gæðum og hagkvæmni.

Ráðgjöf

Stjórnendur Byggðaverks veita alhliða ráðgjöf á öllum stigum framkvæmda. Reynsla þeirra tryggir góða yfirsýn yfir stöðu verkefnisins, hvaða skref þurfi að taka næst og hvernig best er að skipuleggja þau fram í tímann á þann máta að útkoman verið sem hagkvæmust fyrir verkið og gæði þess.

Verkefnastjórnun

Útboðsferli

Við sjáum um alla útboðsgerð, metum tilboðin og getu fyrirtækjanna út frá kröfum og óskum verkkaupa. Þannig viljum við sjá að tilboðin samræmist hugmyndum um gæði, tíma og verð.

Áætlanagerð – Verkáætlun,

Innkaup, Fjárstreymi

Lykill að góðri verkframkvæmd er öflug áætlanagerð á öllum þáttum verksins, þannig að unnt sé að vinna verkið með sem minnstri óvissu strax frá upphafi. Starfsmenn hafa áratuga reynslu í gerð verkáætlana ásamt innkaupum og fjárhagsáætlunum. 

Framvinda verks

Lögð er ríka áherslu á að halda öllum upplýsingum uppfærðum og verkkaupanum upplýstum um stöðu verkefnisins. Til þess eru notuð verkefnastjórnunartæki- og tól þar sem verkkaupar geta fylgst daglega með framgangi verks. 

Byggingarstjórnun

Hagsmunavarsla

Sem faglegur fulltrúi verkkaupa gætum við hagsmuna hans í hvívetna, gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum og  öðrum þeim sem koma að verkefninu hverju sinni.

Áhættugreiningar og öryggismál

Við leggjum mikla áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt í verkefnum. Gerðar eru úttektir á öryggismálum á verkstað auk áhættugreiningar fyrir framkvæmdina í heild.

Heilsu- og umhverfisvernd

Skapað er vinnuumhverfi þar sem allir leggjast á eitt um að gæta að eigin heilsu og annarra og unnið er með eins umhverfisvænar lausnir og unnt er, þannig að neikvæð umhverfisáhrif verkefna verði sem minnst.

Hönnunarstjórnun

Útboð til arkitekta og hönnuða

Reynsla  okkar gerir okkur kleift að finna réttu aðilana til að teikna, hanna og útfæra allt frá litlum til stærri hugmynda. Þegar tilboð eru metin, er gengið út frá ströngum viðmiðum um gæði og öryggi.

Hönnunarferli

Skipuleggjum og höfum umsjón með þeim þáttum sem viðkoma hönnun og gerð teikninga. Við sjáum til þess að hönnunin í heild gangi greiðlega fyrir sig og samræmist gæðakröfum ásamt fjárhagsáætlun og tímaramma hönnunar.

Ráðgjöf

Almenn aðstoð við framkvæmdir

Getum komið að borðinu hvar sem verkefnið er statt og hverjar sem þarfirnar eru. Við komum  með haldbærar lausnir sem hjálpa verkinu í rétta átt. 

Verkáætlanir

Til að verkefni gangi upp þurfa áætlanir að vera eins réttar og unnt er hverju sinni. Starfsmenn okkar skipuleggja heildarverkið og einstaka verkþætti þess á þann máta að lagðar eru fram raunhæfar áætlanir, sem skila verkinu á réttum tíma og í réttum gæðum hverju sinni skv. óskum verkkaupa. 

is_ISIS