Saga Byggðaverk ehf nær aftur til ársins 1980 er félagið var stofnað af Sigurði Sigurjónssyni, Júlíusi Júlíussyni og Guðjóni Davíðssyni. Á næstu árum varð Byggðaverk eitt af stærstu verktakafyrirtækjum landsins. Gísli kom til starfa hjá fyrirtækinu árið 1984 varð fljólega einn af eigendum þess og frá 1996 var það í eigu Gísla og Steinunnar sem síðan seldu fyrirtækið árið 2000.
Nafnið er Gísla mikils virði enda löng og mikil saga bak við það, og það er nú aftur komið í hendur Gísla. Markmiðið er að Byggðaverk ehf verði framsækið tæknifyrirtæki á sviði byggingar og hönnunar á næstu árum.
Hefur áratuga reynslu á sviði framkvæmda, allt frá hönnunarstigi til verkloka framkvæmda og allt þar á milli. Reynsla Gísla Rúnars spannar vítt svið allt frá byggingu íbúða og skóla upp í virkjunarframkvæmdir.